• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Góðir hlutir að gerast í Reykjanesbæ fyrir atvinnuleitendur Virkjun, miðstöð fyrir atvinnuleitendur í Reykjanesbæ
06
Mar

Góðir hlutir að gerast í Reykjanesbæ fyrir atvinnuleitendur

Í gær fóru fulltrúar frá Verkalýðsfélagi Akraness, Símenntunarstöð Vesturlands, Akraneskaupstað, Vinnumálastofnun og Borgarbyggð í kynningarferð til Reykjanesbæjar. Tilefnið var að skoða Virkjun, sem er ný miðstöð fyrir atvinnuleitendur þar í bæ.

Óhætt er að segja að margt forvitnilegt og jákvætt kom út úr þessari kynningarferð og greinilegt að á Reykjanesi hefur tekist vel til með þessa nýju miðstöð. Í Virkjun býðst atvinnuleitendum að sækja alls kyns kynningar, námskeið og afþreyingu af ýmsum toga.

Samkvæmt upplýsingum frá Önnu Lóu Ólafsdóttur, sem er starfs- og námsráðgjafi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, þá sækja á milli 50 og 90 manns miðstöðina á hverjum degi og hefur að undanförnu orðið töluverð fjölgun. Í gær var t.d. fjöldi námskeiða í gangi sem atvinnuleitendum stóð til boða og þegar okkur bar að garði var Jón Gnarr með fyrirlestur sem vakti mikla kátínu þeirra sem á hlýddu.

Það er alveg ljóst að full þörf er fyrir að reka svona miðstöð eins og gert er í Reykjanesbæ og vonandi munu bæjaryfirvöld á Akranesi skoða það með jákvæðum hætti að setja slíka miðstöð á laggirnar hér í bæ.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image