• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Mar

Félagsmenn fengu tæpar 5 milljónir greiddar í námsstyrki á árinu 2008

Á síðasta ári voru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness duglegir við að nýta sér einstaklingsstyrki úr þeim fræðslusjóðum sem félagið á aðild að. Þeir sjóðir sem um ræðir eru Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt. Samtals voru greiddir út styrkir til um 200 félagsmanna upp á rétt tæpar fimm milljónir króna sem er talsverð aukning frá því á árinu 2007.

Sé rýnt betur í tölurnar kemur í ljós að fólk á aldrinum 21 til 30 ára er duglegast að nýta sér þessa styrki, og að algengast er að sótt sé um endurgreiðslu vegna framhaldsnáms, háskólanáms og tungumálanáms. Ýmis önnur námskeið eru endurgreidd og má nefna sem dæmi vinnuvélaréttindi, ýmis tölvunámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið, tónlistarnám og ýmis tómstundanámskeið.

Það er ljóst að styrkir úr fræðslusjóðunum koma sér vel fyrir félagsmenn sem eru í námi og vill félagið hvetja félagsmenn til að kynna sér réttindi sín á heimasíðum sjóðanna eða á skrifstofu félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image