• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Mar

Verðandi formaður VR í heimsókn

Kristinn Örn Jóhannesson, nýkjörinn formaður VRKristinn Örn Jóhannesson, nýkjörinn formaður VRKristinn Örn Jóhannesson, nýkjörinn formaður VR, hefur þegið boð formanns Verkalýðsfélags Akraness um að koma í heimsókn á skrifstofu félagsins á mánudaginn kemur. Eins og flestir vita þá sigraði Kristinn í nýafstaðinni allsherjarkosningu til formanns í VR.

Það er óhætt að segja að veigamikið starf bíði Kristins, en koma hans að formennsku í VR er með mjög líkum hætti og þegar formaður Verkalýðsfélags Akraness tók við starfi sínu árið 2003. En þá fór fram allsherjarkosning í Verkalýðsfélagi Akraness til formanns og reyndar stjórnarinnar í heild sinni, en mikil átök höfðu verið í félaginu um nokkra hríð áður.

Formaður ætlar að miðla til Kristins af sinni reynslu sem formaður félagsins, en vert er að hafa í huga að vart er hægt að líkja saman því starfi sem hann er að taka að sér þar sem um 27.000 félagsmenn eru í VR en í kringum 3.000 í Verkalýðsfélagi Akraness.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness óskar Kristni innilega til hamingju með sigurinn og velfarnaðar í því veigamikla starfi sem hann er nú að taka við og vonast félagið eftir því að eiga gott samstarf við verðandi formann.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image