• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Mar

Fréttin um arðgreiðslur HB Granda hefur vakið gríðarlega athygli

Það er óhætt að segja að fréttin um nýlega ákvörðun stjórnar HB Granda hafi vakið mikla athygli. Þessi ákvörðun snerist um að leggja það til við hluthafafund að greiða út 8% arð til hluthafa, á sama tíma og launafólk hefur frestað sínum umsömdu launahækkunum um allt að 3 mánuði til að koma til móts við atvinnurekendur í því árferði sem nú ríkir í íslensku atvinnulífi.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness fagnar því innilega að fyrirtækið skuli hafa skilað 2,3 milljörðum í hagnað, sem sýnir það að fyrirtækið hefur vel borð fyrir báru til að standa við þær launahækkanir sem áttu að koma til 1. mars sl. En þær hækkanir áttu að nema 13.500 krónum til þeirra sem vinna eftir kauptöxtum, og 3,5% til handa þeim sem eru með einhvers konar yfirborganir.

Það stenst ekki nokkra skoðun að almennt launafólk afsali sér tímabundið sínum umsömdu launahækkunum, á sama tíma og greiddur er út arður til hluthafa. Arðgreiðslan nemur 150 milljónum króna sem myndi duga til að greiða landvinnslufólki fyrirtækisins hækkunina í 8 ár. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að fyrirtækið getur staðið við þann samning sem gerður var þann 17. febrúar 2008 og á þeirri forsendu hefur stjórn Verkalýðsfélags Akraness sent forsvarsmönnum HB Granda bréf þar sem skorað er á stjórn fyrirtækisins að greiða þá launahækkun sem átti að taka gildi 1. mars sl. Með því myndi fyrirtækið sýna feikilega gott fordæmi. Bréfið má lesa með því að smella hér.

Það er einnig ljóst að það kraumar mikil reiða á meðal launþega yfir þeirri ákvörðun að fresta umsömdum launahækkunum og horfa síðan upp á tillögur um að greiddur skuli út arður vegna góðrar afkomu fyrirtækja. Slíkt er argasta móðgun við íslenska launþega sem Verkalýðsfélag Akraness mun ekki og getur ekki sætt sig við.

Hér fyrir neðan eru tenglar á vefsíður sem fjalla um þetta efni:

Arðgreiðsla móðgun við fiskvinnslufólk

Hófsamar arðgreiðslur

Hagnaður hjá HB Granda

HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsmanna

Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna

Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda

Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar

Starfsmenn Granda viðja fá launauppbót

Hér má heyra þáttinn Vikulokin á Rás 1 frá 14.03.2009 en formaður félagsins var einn af gestum þáttarins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image