• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Mar

Óskar eftir utandagskrárumræðu um arðgreiðslur HB Granda

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að fram færi hið fyrsta umræða utan dagskrár á Alþingi um arðgreiðslur til eigenda HB Granda hf og frestun kauphækkunar launafólks.

Kristinn vekur í þessu sambandi athygli á því að fyrri ríkisstjórn kom til móts við útgerðir í landinu með því að lækka veiðigjald fyrir aflaheimildir. Þetta var gert þegar aflaheimildir í þorski voru skertar úr 190 þúsundum tonnum í 130 þúsund tonn. „Ætla má að ávinningur HB Granda af lækkuninni sé um 60 milljónir króna á ári. Fleira má nefna sem stjórnvöld hafa beitt sé fyrir og gagnast fyrirtækjum í sjávarútvegi,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.

Heimild Skessuhorn

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image