• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Mar

Málefni lífeyrissjóðanna og arðgreiðslur HB Granda ræddar við formann félagsins

Í gær var viðtal við formann félagsins í Íslandi síðdegis á Bylgjunni. Til umfjöllunar var starfsemi lífeyrissjóðanna og þau ofurlaun sem forstjórar, framkvæmdastjórar og stjórnarformenn sumra sjóðanna hafa fengið greitt fyrir störf sín. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur oft fjallað um málefni lífeyrissjóðanna á stjórnarfundum og lagt fram gagnrýni bæði á áðurnefnd ofurlaun og einnig aðkomu atvinnurekenda að stjórnum sjóðanna.   Það er mat stjórnar VLFA að atvinnurekendur eigi ekkert með að véla með lífeyri verkafólks og ómögulegt sé að treysta því að fjárfestingarstefna sjóðanna litist ekki af setu atvinnurekenda í stjórnum þeirra. Einnig fjallaði formaður um málefni HB Granda og fyrirhugaðar arðgreiðslur til hluthafa. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var einnig fjallað um fyrirhugaðar arðgreiðslur HB Granda og rætt við Aðalstein Baldursson sviðsstjóra matvælasviðs Starfsgreinasambandsins og formann Framsýnar á Húsavík þar sem hann segir m.a. HB Granda eiga að sjá sóma sinn í því að hætta við fyrirhugaða arðgreiðslu og láta hana þess í stað renna til starfsmanna í formi launahækkunar. Hægt er að horfa á fréttina hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image