• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Mar

Launataxtahækkanir komi strax hjá fyrirtækjum sem standa vel

Fundur formanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sem haldinn var í dag skorar á HB Granda að láta launahækkanir upp á 13.500 krónur koma strax til framkvæmda.

Einnig  hvetur Formannafundurinn öll fyrirtæki sem standa vel, að láta launataxtahækkanirnar koma til framkvæmda strax.

Fram kom í máli formanns að hann væri afar ósáttur með ályktun frá miðstjórn ASÍ frá því í gær.  Í þeirri ályktun kemur meðal annars fram að miðstjórnin skori á HB Granda að draga arðgreiðslunar til baka ella greiða starfsfólki áður umsamdar launahækkanir án tafar. 

Að miðstjórn ASÍ skuli leggja málið upp með þeim hætti að ef ekki verði greiddur út arður til hluthafa þá þurfi ekki að greiða starfsmönnum áður umsamdar launahækkanir er óskiljanleg nálgun.  Rædd var við formann félagsins í morgunfréttum rúv í morgun hægt að hlusta hér

Formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði einnig á formannafundinum í dag að það væri gríðarlega jákvætt að HB Grandi væri að skila hagnaði uppá 2,3 milljarða og á þeirri forsendu ætti fyrirtækið að greiða áður umsamdar launahækkanir til handa starfsmönnum. 

Líflegar og góðar umræður urðu á fundinum í dag og mikil samstaða um að álykta um málið. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi ályktun:

„Sú ávörðun stjórnar HB Granda, að leggja til að greiða hluthöfum 8% arð er forkastanleg og óásættanleg með öllu í því ástandi sem nú ríkir. SGS skorar á fyrirtækið að láta launahækkanir upp á 13.500 krónu koma strax til framkvæmda.

Vissulega eru til fyrirtæki, eins og HB Grandi, sem vel geta staðið undir þeim kjarabótum sem hefðu komið til framkvæmda 1. mars s.l. ef kjarasamningar hefðu verið framlengdir. Formannafundurinn hvetur þess vegna þau fyrirtæki sem standa vel, að láta launataxtahækkanirnar koma til framkvæmda strax.

Launafólk á Íslandi hefur ekki vikist undan því að bera ábyrgð í samfélaginu. Á sama hátt krefst formannafundurinn þess að atvinnulífið í landinu, með samtök sín í farabroddi, axli einnig samfélagslega ábyrgð.“

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image