• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Mar

Starfsfólk hrognavinnslunnar Vignis G. Jónssonar fær áður umsamdar launahækkanir

Formaður félagsins hefur í morgun haft samband við nokkur fyrirtæki vegna þeirrar ákvörðunar HB Granda að koma strax með áður umsamdar launahækkanir til handa starfsfólki.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem formaður hafði samband við í morgun er að skoða hvort fyrirtækið muni flýta áður umsömdum launahækkunum til handa starfsmönnum og mun niðurstaða í því máli liggja fyrir innan örfárra daga.

Það er skemmst frá því að segja að þegar að haft var samband við hrognavinnslu Vignis G. Jónssonar á Akranesi þá var formanni tjáð að fyrirtækið hefði tilkynnt starfsmönnum sínum í síðustu viku að áður umsamdar launahækkanir myndu taka gildi frá og með 1. mars sl. eins og samningar kváðu á um.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill taka ofan fyrir forsvarsmönnum þessa góða rótgróna fjölskyldufyrirtækis þar sem starfa nú um 30 manns. Ljóst er að þessi ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins um launahækkun mun koma því góða starfsfólki sem þar starfar klárlega til góða.

Stjórn Verkalýðfélags Akraness vill halda áfram að skora á öll fyrirtæki sem hafa fjárhagslega burði til að standa við áður umsamdar launahækkanir, að láta þær taka gildi strax.

Það er ljóst að til eru fyrirtæki sem standa vel og hafa, eins og Verkalýðfélag Akraness og 5 önnur landsbyggðarfélög hafa bent á, alla burði til að standa við kjarasamninginn sem gerður var 17. febrúar 2008. Nú þegar hafa tvö þeirra brugðist snarlega við og hækkað laun síns fólks. Ljóst er að fyrirtæki eru hvert af öðru að svara kalli Verkalýðsfélags Akraness um að standa við þann samning og ljóst að sú mikla vinna sem félagið hefur lagt í þessi mál er að skila árangri, íslensku verkafólki til hagsbóta.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image