• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Mar

Verkalýðsfélag Akraness og fimm landsbyggðarfélög höfðu svo sannarlega rétt fyrir sér

Landsbyggðafélögin höfðu rétt fyrir sérLandsbyggðafélögin höfðu rétt fyrir sérEnn fjölgar í hópi þeirra fyrirtækja sem hafa tekið ákvörðun um að láta áður umsamdar launahækkanir upp á kr. 13.500 til þeirra sem vinna á töxtum koma til framkvæmda frá 1. mars sl.

Formaður félagsins heyrði í forsvarsmönnum Brims í  morgun og kom fram í máli þeirra að þeir hafi tekið ákvörðun um að láta áður umsamdar launahækkanir taka gildi eins og kjarasamningurinn kveður á um.  Formaður félagsins hefur heyrt í fulltrúm nokkra fyrirtækja í morgun og eru nokkur fyrirtæki að íhuga það sterklega að koma með áður umsamdar launahækkanir sem áttu að taka gildi 1. mars.

Það er frábært að sjá að sú mikla vinna sem Verkalýðsfélag Akraness og hin fimm landsbyggðarfélögin hafa lagt í þessi mál er að skila íslensku verkafólki vítt og breytt um landið ávinningi. 

Verkalýðsfélag Akraness fagnar þessari ákvörðun forsvarsmanna Brims innilega en Brim á og rekur fiskþurrkunina Laugafisk hér á Akranesi þar sem starfa um 30 manns. Einnig er Brim með starfsemi víðar um land m.a. á Akureyri, á Grenivík og á Laugum í Reykjadal. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins starfa alls um 200 manns við landvinnslu hjá fyrirtækinu á landsvísu.

Rétt er að minna á að forsvarsmenn Brims létu starfsmenn sína njóta góðs af góðri afkomu vegna ársins 2006 þegar þeir greiddu starfsfólki sínu 125.000 kaupauka í janúar 2007 og er það til fyrirmyndar þegar fyrirtæki hafa þann skilning að ekkert fyrirtæki skilar góðu starfi nema með góðu starfsfólki.

Núna liggur fyrir að sú barátta sem Verkalýðsfélag Akraness og fimm önnur landsbyggðarfélög hafa staðið að, þ.e.a.s. að þau fyrirtæki sem hefðu fjárhagslega burði til, myndu standa við þá samninga sem undirritaðir voru 17. febrúar 2008. Þau fyrirtæki sem nú þegar hafa tekið ákvörðun um að greiða þessar hækkanir eru eins og áður hefur komið fram: Hrognavinnsla Vignis G. Jónssonar, HB Grandi, Brim og fyrirtæki á Grundartangasvæðinu sem ekki vill láta nafns síns getið.

Á þessu sést að landsbyggðarfélögin höfðu klárlega rétt fyrir sér þegar þau bentu á að það væru svo sannarlega til fyrirtæki sem gætu og vildu standa við gerða kjarasamninga og á þeirri forsendu harmar félagið þá ákvörðun samninganefndar ASÍ að hafa samþykkt að fresta þeim launahækkunum sem áttu að taka gildi 1. mars sl.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness gerir þá skýlausu kröfu að samkomulaginu við Samtök atvinnulífsins verði tafarlaust rift enda er það komið í ljós að það voru stórkostleg mistök að fresta áður umsömdum launahækkunum enda eru fyrirtæki vítt og breytt um landið sem hafa fjárhagslega burði til að standa við gerða kjarasamninga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image