• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ísak Ak 67 með fullfermi Ísak Ak 67
23
Mar

Ísak Ak 67 með fullfermi

Rétt í þessu var Ísak Ak 67 að leggjast upp að bryggju með fullfermi, en Ísak er 11,2 tonn að stærð.  Að sögn þeirra félaga Eiðs Ólafssonar og Kristófers Jónssonar þá reiknuðu þeir með að aflinn væri á bilinu 12 til 14 tonn af slægðu, sem gerir um 18 tonn uppúr sjó. Þeir félagar hirða einnig hrogn og lifur og giskuðu þeir félagar á að hrognin væru um 600 kg.

Á sama tíma kom Ebbi Ak að landi með rúm 10 tonn af slægðu sem verður að teljast mjög góður afli.

Gríðarleg vinna liggur að baki 14 tonna róðri þegar einungis er um tvo skipverja er um að ræða, en það þekkja allir þeir sem stundað hafa sjómennsku á smábátum. Með öðrum orðum, það þarf algjöra jaxla til stunda smábátasjómennsku og það í svona landburði eins og raunin er þessa daganna.

Þeir félagar á Ísaki og hásetinn á Ebba Ak eru félagsmenn í sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image