• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Frambjóðendur Framsóknar í heimsókn Guðmundur Steingrímsson, Vilhjálmur Birgisson og Gunnar Bragi Sveinsson
24
Mar

Frambjóðendur Framsóknar í heimsókn

Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi Guðmundur Steingrímsson og Gunnar Bragi Sveinsson kíktu í heimsókn á skrifstofu félagsins í dag. Formaður átti gott spjall við þá félaga og það er alltaf ánægjulegt þegar frambjóðendur og þingmenn í kjördæminu sjá sér fært að kíkja í heimsókn á skrifstofu félagsins. Er ávalt tekið vel á móti öllum.

Þeir félagar gerðu formanni grein fyrir helstu stefnumálum Framsóknarflokksins í komandi kosningabaráttu og fór formaður yfir atvinnuástandið á Akranesi og einnig þá erfiðleika sem margir eiga við að etja vegna stóraukinnar greiðslubyrði undanfarinna missera. Nefnda formaður að klárlega þyrfti að taka á vanda heimilanna og að margir ættu í erfiðleikum vegna svokallaðra myntkörfulána vegna bílakaupa, en lítið sem ekkert hefur verið í umræðunni um hvernig leysa eigi það vandamál.

Formaður sagði einnig að það væri skoðun sín að forystumenn í Verkalýðshreyfingunni ættu ekki að vera eyrnamerktir ákveðnum stjórnmálaflokkum enda væru forystumenn verkalýðshreyfingarinnar að vinna fyrir félagsmenn sem kæmu úr öllum flokkum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image