• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Brýnt að lífeyrissjóðir fái heimild til að reka og eiga íbúðarhúsnæði Eldri félagsmenn Verkalýðfélags Akraness. Mikilvægt að eldra fólk eigi áhyggjulaust ævikvöld
27
Mar

Brýnt að lífeyrissjóðir fái heimild til að reka og eiga íbúðarhúsnæði

Töluverð gagnrýni hefur verið á starfsemi lífeyrissjóðanna að undanförnu og hefur sú gagnrýni aðallega komið upp vegna ofurlauna einstaka forstjóra lífeyrisjóða og einnig í ljósi þess að lífeyrissjóðirnir hafa tapað tugum milljarða í kjölfar bankahrunsins.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness tekur undir þessa gagnrýni er lýtur að ofurlaunum sumra forstjóra lífeyrissjóða, það nær til að mynda ekki nokkurri átt að forstjóri lífeyrissjóðs sé með um 30 milljónir í árslaun eða 2,5 milljónir á mánuði.  Einnig er það mjög óeðlilegt að stjórnarformenn lífeyrissjóðs geti verið með rúmar 2 milljónir í árslaun og gegnt öðru fullu starfi samhliða.

Það þarf að vera algert gegnsæi með starfsemi lífeyrissjóða og er það mat formanns að það sé ekki boðlegt fyrir sjóðsfélaga að stjórnendur lífeyrissjóða séu að þiggja boðsferðir erlendis og fríar laxveiðiferðir.

Á síðasta stjórnarfundi VLFA var rætt um fækkun lífeyrissjóðanna og er það skýr skoðun stjórnar VLFA að það þurfi að fækka lífeyrissjóðum umtalsvert. Myndi það klárlega leiða af sér umtalsverða hagræðingu öllum sjóðfélögum til hagsbóta og vill stjórn félagsins að ASÍ beiti sér fyrir sameiningu sjóðanna.  Það er einnig skýlaus krafa stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að atvinnurekendur víki úr stjórnum sjóðanna enda eiga atvinnurekendur ekkert með að vera að véla með lífeyri launafólks.

Stjórn félagsins vill að lögum lífeyrissjóðanna verði breytt með þeim hætti að sjóðirnir hafi heimild til að eiga og reka íbúðarhúsnæði.  Formanni félagsins er kunnugt um að slíkt frumvarp sé klárt til afgreiðslu á Alþingi og styður formaður félagsins það frumvarp heilshugar.

Ef þetta frumvarp verður að lögum þá mun það klárlega hjálpa atvinnulífinu aftur af stað.  Það er mat formanns að það sé bráðsnjöll hugmynd að lífeyrissjóðirnir ættu þjónustuíbúðir sem þeir gætu leigt sínum sjóðsfélögum.  Sjóðsfélagar gætu átt þess kost að taka hluta af sínum lífeyri út með því að fá aðgang að ódýru leiguhúsnæði sem væri í eigu lífeyrissjóðanna.  Hvað er betra fyrir launþega en að selja sína eign og komast í ódýra leigu hjá sínum lífeyrissjóði og nota þá fjármuni sem hann á í sinni eign til að lifa áhyggjulausu lífi þegar kemur að starfslokum. Það gleymist oft að húseignin okkar er líka lífeyrir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image