• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Mar

Áskorun til fyrirtækja

Eins og flestir vita þá gengu Samtök atvinnulífsins og samninganefnd Alþýðusambands Íslands frá frestun til 1. júlí nk. á endurskoðun kjarasamninga og þeim launahækkunum sem áttu að taka gildi 1. mars sl.

Verkalýðsfélag Akraness vill hins vegar skora á öll fyrirtæki sem hafa fjárhagslega burði og treysta sér til að standa við þær launahækkanir sem áttu að taka gildi 1. mars sl.

Hækkanir sem áttu að koma 1. mars sl. voru eftirfarandi:

  • 13.500 kr. hækkun handa þeim sem taka laun eftir launatöxtum.
  • 3,5% hækkun handa þeim sem ekki taka laun eftir taxtakerfi.

Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki tilkynnt að þau ætli að standa við þær launahækkanir sem taka áttu gildi 1. mars sl.  Þau fyrirtæki sem tilkynnt hafa opinberlega að þau ætli að láta áður umsamdar launahækkanir standa eru eftirfarandi:

  • HB Grandi
  • Brim (Laugafiskur)
  • Vignir G. Jónsson Akranesi
  • Godthaab Vestmannaeyjum
  • Norðurströnd Dalvík
  • Einhamar-Seafood Grindavík
  • Frostfiskur Þorlákshöfn

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image