• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjávarútvegsráðherra hefur boðað komu sína á fundinn vegna hvalveiða í kvöld Sjávarútvegsráðherra í hvalskurði á árum áður
05
Feb

Sjávarútvegsráðherra hefur boðað komu sína á fundinn vegna hvalveiða í kvöld

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn sína á opinn fund um hvalveiðmál sem félagið og Akraneskaupstaður standa að og hefst fundurinn kl. 20:00 í Bíóhöllinni í kvöld.

Sjávarútvegsráðherra hefur boðað komu sína á fundinn ásamt fjöldanum öllum af þingmönnum úr kjördæminu svo sem Einari K. Guðfinnssyni, Guðbjarti Hannessyni, Magnúsi Stefánssyni, Herdísi Þórðardóttur, Sturlu Böðvarssyni, Jóni Gunnarssyni, Guðjóni Arnari Kristjánssyni og Kristni H. Gunnarssyni. Einnig hafa hagsmunaaðilar tilkynnt komu sína svo sem Kristján Loftsson frá Hval og Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna.

Verkalýðsfélag Akraness hvetur alla til að mæta á þennan fund, enda er um mikla hagsmuni að ræða fyrir okkur Akurnesinga sem og Vestlendinga alla.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image