• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Feb

Stjórn og trúnaðarráð krefst þess að Samtök atvinnulífsins standi við samninga á hinum almenna vinnumarkaði

Fram hefur komið fréttum að vilji sé innan miðstjórnar ASÍ um að fresta endurskoðun á kjarasamningum fram til loka júní nk.  Hefur forseti ASÍ óskað eftir afstöðu aðildarfélaga innan ASÍ  til þess að fresta endurskoðun og umsömdum launahækkunum loka júní.

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness fjallaði um þennan möguleika á fundi sínum í kvöld og samþykkti ályktun um frestun kjarasamninga en í ályktuninni kemur m.a. fram að stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness krefjist þess að Samtök atvinnulífsins standi við þau ákvæði aðalkjarasamninga er varða launahækkanir 1. mars nk. Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru 17. febrúar sl. voru hófstilltir og skynsamir og voru samningarnir einnig framlag verkafólks til að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi.

Eftirfarandi ályktun samþykkti stjórn og trúnaðarráð á fundi sínum í kvöld:

Nú liggur fyrir að forsendur kjarasamninga er undirritaðir voru í febrúar 2008 eru kolbrostnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins ýjað að því að þau muni segja kjarasamningum upp þegar endurskoðunin mun eiga sér stað í þessum mánuði ef ekki næst samkomulag við forsendunefnd ASÍ um frestun á þeim launahækkunum sem koma eiga til 1. mars n.k.

Í lögfræðilegu áliti sem stjórn Verkalýðsfélags Akraness lét gera kemur fram að forsendunefnd og samninganefnd ASÍ hafi ekki heimild til að lækka eða fresta þeim launahækkunum sem um var samið 17. febrúar sl.  Umboð forsendunefndar ASÍ og SA er því klárlega umdeilt í ljósi þessa.

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness vill að staðið verði við þau  ákvæði aðalkjarasamninga  er varða launahækkanir 1. mars nk. þó svo að forsendur samningsins er lúta að verðbólgumarkmiði samningsins séu kolbrostnar.

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness krefst þess að  Samtök atvinnulífsins standi við þau  ákvæði aðalkjarasamninga  er varða launahækkanir 1. mars nk.  Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru 17. febrúar sl. voru hófstilltir og skynsamir og voru samningarnir einnig framlag verkafólks til að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi.

Á þeirri forsendu harmar stjórn og trúnaðaráð VLFA það ef Samtök atvinnulífsins taka upp á því að segja samningum upp eins og margt bendir til að verði raunin þessa stundina.

Íslensku verkafólki er fullkunnugt um þá erfiðleika sem íslenskt atvinnulíf á við að etja í kjölfar þeirra hamfara sem riðið hafa yfir Íslenskt efnahagslíf á undanförnum mánuðum.    

Það er hins vegar mat stjórnar og trúnaðarráðs VLFA að ekki sé hægt að fresta launahækkunum til handa þeim allra tekjulægstu, einfaldlega vegna þess að þeir einstaklingar sem eru með hvað lægstu launin blæðir hratt út þessa daganna.  Það er ljóst að íslenskt verkafólk getur ekki undir nokkrum kringumstæðum axlað meiri ábyrgð á íslensku efnahagslífi en það gerði í síðustu kjarasamningum.

Komi hins vegar til þess að forsendunefndin telji í ljósi þungra aðstæðna í efnahagslífi að unnt sé að ná samkomulagi um frestun á endurskoðunarákvæðinu sem telja megi til hagsbóta fyrir félagsmenn, þá er afar mikilvægt að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla á meðal félagsmanna sem vinna eftir umræddum kjarasamningum.

Það er mat stjórnar og trúnaðarráðs VLFA að ekki sé hægt að fresta endurskoðun og umsömdum launahækkunum án þess að slík allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram á meðal félagsmanna sem vinna efir þeim kjarasamningum sem um ræðir. Allt annað eru ólýðræðisleg vinnubrögð og verkalýðshreyfingunni til vansa verði slíkt gert.

Akranesi 11. febrúar 2009

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image