• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
313 manns atvinnulausir á Akranesi og í nærsveit Sjávarútvegsráðherra ávarpar hér opinn fund um hvalveiðar
12
Feb

313 manns atvinnulausir á Akranesi og í nærsveit

Það er óhætt að segja að atvinnuleysi haldi áfram að aukast jafnt og þétt og í dag eru rétt tæplega 500 manns án atvinnu á Vesturlandi öllu en af þessum 500 eru 130 í hlutastarfi. Á Akranesi og í nærsveit eru 313 manns án atvinnu, þar af eru 170 karlar og 143 konur.

Á öllu landinu er atvinnulausir orðnir hvorki fleiri né færri en 14.746 og eykst eins og áður sagði dag frá degi. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnulausir geti orðið allt að 20.000 þegar kemur fram á vorið og á þeirri forsendu er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórn Íslands komi með raunhæfan aðgerðapakka til hjálpar heimilum og fyrirtækjum.

Nú liggur fyrir að sjávarútvegsráðherra mun kynna í næstu viku niðurstöðu um auknar hvalveiðar en það hefur verið til skoðunar hjá honum frá því ráðherrann tók við embættinu ekki alls fyrir löngu. Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá ýjaði ný ríkisstjórn að því að þau myndu afturkalla auknar heimildir til hvalveiða sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafði heimilað. En niðurstaða kemur eins og áður sagði í næstu viku.

Það er alveg ljóst að ef reglugerðin um auknar hvalveiðar fær að standa óbreytt þá mun það hafa verulega jákvæða þýðingu fyrir atvinnulífið hér á Vesturlandi enda er talið að það muni skapa um 200 til 300 störf. Á þeirri forsendu er sjávarútvegsráðherra ekki stætt á því að afturkalla áðurnefnda reglugerð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image