• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formenn ASÍ funda í dag VLFA vill að kjarasamningar standi
16
Feb

Formenn ASÍ funda í dag

Eins fram hefur komið hér á heimasíðunni þá verður haldinn fundur með formönnum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Aðalmálið sem verður til umfjöllunar er hugmynd miðstjórnar og forseta ASÍ um að fresta endurskoðun kjarasamninga og þeim launahækkunum til félagsmanna á hinum almenna vinnumarkaði sem eiga að koma til 1. mars nk.

Nú liggur fyrir að mjög skiptar skoðanir eru um þessa hugmynd og hafa fjölmörg félög innan Starfsgreinasambands Íslands ályktað um að krafa sé um að atvinnurekendur standi við gerða samninga og hafnar því algerlega að fresta endurskoðun og hækkun á launalið samninganna.

Þau félög sem hafa gagnrýnt þessa hugmynd harðlega eru t.d. Verkalýðsfélag Akraness, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Afl - starfsgreinafélag Austurlands og Drífandi í Vestmannaeyjum.

Það er ljóst að á fundinum í dag verður tekist á um þetta atriði, en afstaða áðurnefndra félaga er skýr, það er að atvinnurekendur standi við þá samninga sem við þá hafa verið gerðir enda er ekki hægt að þeir sem eru með hvað lægstu launin verði af þeim hækkunum sem um hefur verið samið.

Væntanlega mun verða tekin afstaða til þessar hugmyndar ASÍ á fundinum og verður fjallað ítarlega um þá niðurstöðu hér á heimasíðunni á morgun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image