• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjávarútvegsráðherra hittir sjávarútvegsnefnd í dag kl. 12:30 Sjávarútvegsráðherra í hvalskurði
18
Feb

Sjávarútvegsráðherra hittir sjávarútvegsnefnd í dag kl. 12:30

Formaður félagsins hefur heimildir fyrir því að Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra muni hitta sjávarútvegsnefnd í dag kl. 12:30.  Væntanlega mun reglugerð sem fyrrverandi sjávarútvegsráherra gaf út 27. janúar um auknar hvalveiðar verða til umræðu á þeim fundi.
 
Það er líklegt að sjávarútvegsráðherra muni tilkynna í kjölfarið hvort hann láti ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra standa varðandi heimild til aukinnar hvalveiða.
 
Eins fram kom hér á heimasíðunni þá var haldinn opinn bæjarmálafundur þann 5. febrúar sl. um hvalveiðar með öllum þingmönnum NV kjördæmis og einnig mætti sjávarútvegsráðherra á þann fund.  Ekki fór á milli mála að víðtækur stuðningur var á meðal fundarmanna um að reglugerðin frá 27. janúar um auknar hvalveiðar myndi standa óhögguð.
 
Það liggur ljóst fyrir að ef hvalveiðar verða heimilaðar á grundvelli fyrirliggjandi reglugerðar þá mun það verða umtalsverð innspýting inní atvinnulífið hér á Vesturlandi enda er talið að auknar hvalveiðar geti skapað allt að 300 störf og veitir ekki af þegar yfir 500 manns eru án atvinnuá Vesturlandi í dag. 
 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image