• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Rekstur Norðuráls er á heimsmælikvarða Góð fyrirtæki byggjast á góðum starfsmönnum
20
Feb

Rekstur Norðuráls er á heimsmælikvarða

Tap varð á rekstri Century, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, á síðasta ári. Var það fyrst og fremst vegna reiknaðra liða, svo sem skatta- og afleiðusamninga. 

Hagnaður var hins vegar af reglubundnum rekstri, að sögn Ágústar Hafberg framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli.  Hann segir að rekstur Norðuráls á Grundartanga hafi gengið vel í fyrra. Þar voru framleidd 272.000 tonn af áli og var útflutningsverðmæti þess ríflega 60 milljarðar króna.

“Veruleg verðlækkun sem orðið hefur á áli hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á rekstrargrundvöll álvera og hefur Century þegar hætt framleiðslu í einu álveri í Bandaríkjunum sem komið var til ára sinna og því ekki lengur samkeppnisfært við núverandi áðstæður. 

 Staða Norðuráls er hinsvegar mjög traust enda er reksturinn á Grundartanga á heimsmælikvarða.  Brugðist hefur verið við erfiðum aðstæðum með lækkun kostnaðar og hagræðingu en engin áform eru uppi um niðurskurð framleiðslu hjá Norðuráli,” segir Ágúst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image