• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Feb

Félagsmenn nýta sér heilsueflingarstyrki gríðarlega vel

Það er óhætt að segja að félagsmenn kunni að meta heilsueflingarstyrkinn sem félagið býður upp á en samkvæmt bótareglum sjúkrasjóðs á fullgildur félagsmaður rétt á 50% endurgreiðslu vegna heilsueflingar að hámarki 15.000 kr. á hverjum 12 mánuðum.

Greiðslur vegna heilsueflingarstyrkja til félagsmanna hafa aukist um 108% miðað við sama tíma í fyrra. Það liggur alveg fyrir að félagsmenn nýta sér þá heilsueflingu sem hér er boðið upp á á Akranesi og skýrir ástandið á vinnumarkaðnum ugglaust að einhverju leyti þessa miklu fjölgun.

Í þessum mánuði námu heildargreiðslur úr sjúkrasjóði vegna sjúkradagpeninga, heilsueflingarstyrkja, gleraugnastyrkja, útfararstyrkja og annarra styrkja sem félagið býður uppá vel á þriðju milljón króna. Félagið hefur lagt sig í líma við að upplýsa sína félagsmenn um þau réttindi sem félagið býður upp á og er þessi fjölgun einnig tilkomin vegna þess.

Bótareglur félagsins má finna með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image