• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Jan

Nýtt deiliskipulag fyrir 100 iðnaðarlóðir á Grundartanga

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá telur formaður félagsins félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness standa eins vel og hægt er að hugsa sér miðað við þann ólgusjó sem atvinnulífið siglir í gegnum þessa mánuðina. Ástæðu þessarar góðu stöðu má rekja til þeirrar jákvæðu og miklu uppbyggingu sem verið hefur á Grundartangasvæðinu á liðnum árum. Ekki spillir fyrir að auglýst hefur verið nýtt deiliskipulag fyrir allt að 100 iðnaðarlóðir á Grundartangasvæðinu.

Það er alveg ljóst að fjölmörg iðnaðarfyrirtæki hafa hug á að flytja starfsemi sína upp á Grundartanga í náinni framtíð og mun það styrkja félagssvæðið enn frekar og mjög líklegt að Grundartangasvæðið verði eitt alstærsta iðnaðarsvæði landsins til lengri tíma litið.

Eftirfarandi frétt birtist í Viðskiptablaðinu í dag:

Auglýst hefur verið nýtt deiliskipulag fyrir Klafastaðahluta Grundartangans þar sem til verða yfir 100 iðnaðarlóðir sem að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Faxaflóahafna, verður spennandi kostur fyrir alls kyns atvinnustarfsemi.

Ætlunin er að stækka athafnasvæðið til vesturs og nýta þannig hafnarsvæðið betur. Gísli sagði mikilvægt að hafa lokið skipulagsvinnu til að geta boðið nýjum aðilum upp á lóðir.

Að sögn Gísla hafa nokkrir áhugasamir aðilar verið að spyrjast fyrir um lóðir og er þar m.a. fyrirspurn Elkem Solar um lóð undir afar spennandi framleiðslu á kísilflögum. Félagið er nú að skoða 3 til 4 staði fyrir slíka verksmiðju og sagði Gísli að spennandi væri að sjá hvað kæmi út úr því.

Sömuleiðis er í gangi viljayfirlýsing gangvart Greenstore sem hefur hug á að setja upp netþjónabú. Sú yfirlýsing gildir út júní á þessu ári.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image