• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Jan

Unnið er að útreikningum á launahækkunum starfsmanna Norðuráls

Þegar gengið var frá kjarasamningi Norðuráls árið 2005 var í honum kveðið á um að laun starfsmanna Norðuráls taki að meðaltali sömu breytingum fyrir árið 2009 og laun samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga og vinnuveitenda í sambærilegum orkufrekum iðnaði.

Fjölmargir starfsmenn Norðuráls hafa haft samband við skrifstofu félagsins að undanförnu til að fá upplýsingar um hver hækkunin verður á launum þeirra frá og með 1. janúar 2009.

Formaður félagsins hefur svarað starfsmönnum Norðuráls á þann veg að hann líti svo á að þær meðaltals hækkanir sem komu til handa starfsmönnum Elkems og Alcan komi til hækkunar hjá starfsmönnum Norðuráls.  Annað komi ekki til greina af hálfu Verkalýðsfélags Akraness. Einfaldlega vegna þess að skilningur Verkalýðsfélags Akraness á þessari grein er alveg hvellskýr, hann er sá að laun starfsmanna Norðuráls taki að meðaltali sömu hækkunum og um samdist við Elkem Ísland og Alcan nýverið enda séu það fyrirtæki sem eru í sambærilegum orkufrekum iðnaði og eru að selja sínar afurðir á erlendum mörkuðum.

Forsvarsmenn Norðuráls eru nú að leggja lokahönd á útreikninga á þeirri hækkun sem mun koma til handa starfsmönnum og vonast formaður til þess að niðurstaða liggi fyrir á föstudaginn nk. en það var sá tímarammi sem formaður og starfsmannastjóri Norðuráls höfðu komið sér saman um.

Kjarasamningur Elkem gaf starfsmönnum frá 17% hækkun upp í rúm 18% við undirskrift samningsins eða frá 46.000 uppí 56.000 króna hækkun á mánuði við undirskrift.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image