• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Jan

Fundað hjá ríkissáttasemjara

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær vegna kjarasamnings starfsmanna Klafa en þeir sjá um út- og uppskipanir á Grundartangasvæðinu. Á fundinum í gær var lögð fram tillaga að nýju bónuskerfi til handa starfsmönnum Klafa og lítur sú tillaga ágætlega út að því frátöldu að félagið hefur gert nokkrar breytingartillögur sem félagið eygir von um að tekið verði tillit til.

Hins vegar gengur aðilum erfiðlega að ná saman hvað varðar launahækkanir en krafa starfsmanna og félagsins er sú að launahækkanir til handa starfsmönnum Klafa verði með sambærilegum hætti og gerðist hjá Elkem Ísland. En samningur Elkem gaf starfsmönnum á bilinu 17-18,4% við undirskrift. Það er krafa sem starfsmenn og félagið munu ekki hvika frá.

Ríkissáttasemjari mun boða til næsta fundar og er sá fundur fyrirhugaður á föstudaginn eða á mánudaginn næstkomandi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image