• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Jan

Fundað um launahækkun starfsmanna Norðuráls

Í gær var fundað með forsvarsmönnum Norðuráls vegna launahækkana starfsmanna sem taka eiga gildi frá frá 1. janúar 2009.

En eins áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá er kveðið á um í kjarasamningi Norðuráls frá árinu 2005 að laun starfsmanna Norðuráls taki að meðaltali sömu breytingum fyrir árið 2009 og laun samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga og vinnuveitenda í sambærilegum orkufrekum iðnaði.

Ekki náðist niðurstaða á fundinum í gær en á fundinum voru samningsaðilar að fara yfir áðurnefnt ákvæði og skipst var á skoðunum um hvernig túlka eigi ákvæðið.    

Skilningur VLFA er að átt sé við Alcan og járnblendiverksmiðjuna Elkem Ísland þegar talað er um að laun starfsmanna Norðuráls taki að meðaltali sömu breytingum fyrir árið 2009 og laun samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga og vinnuveitenda í sambærilegum orkufrekum iðnaði. Það liggur fyrir að starfsmenn Elkem fengu launahækkun frá 17% uppí 18,4% við undirskrift.  Samkvæmt upplýsingum frá hagfræðingi ASÍ þá gaf kjarasamningur Alcan eitthvað minna heldur kjarasamningur Elkem.

Samningsaðilar voru sammála um að reyna eftir fremsta megni að vera búnir að ná niðurstöðu um launahækkunina fyrir 20. janúar nk. en næsti fundur verður haldinn á morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image