• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Mikið annríki Starfsmenn Klafa
16
Jan

Mikið annríki

Það er mikið annríki hjá félaginu þessa dagana en félagið vinnur nú að lausn á tveimur kjarasamningum, annars vegar málum starfsmanna Norðuráls og hins vegar nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa.

Í dag verður fundað um launahækkanir hjá starfsmönnum Norðuráls. Hefst sá fundur kl 14:00 í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Eins fram hefur komið hér á heimasíðunni þá stefna samningsaðilar að því að ná niðurstöðu fyrir 20. janúar nk.

Á mánudaginn verður fundað um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa og stjórnar ríkissáttasemjari þeim viðræðum, en sá samningur rann út 1. desember á síðastliðnu ári.

Viðræðurnar vegna kjarasamnings Klafa hafa gengið fremur treglega hingað til.  Það eru tvö atriði sem standa útaf í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna Klafa en þau mál lúta að nýju bónuskerfi fyrir starfsmenn Klafa og einnig hver almenn launahækkun skuli vera.

Eins og staðan er í dag þá virðast samningsaðilar vera að ná niðurstöðu varðandi nýtt bónuskerfi, en eftir stendur ágreiningur um hver launahækkunin eigi að vera.  En krafa félagsins er sú að laun starfsmanna Klafa skuli taka sömu hækkunum og starfsmenn Elkem Ísland fengu í sínum samningum, enda er um sama vinnusvæði um að ræða. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image