• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Unnið að samkomulagi Frá vinnustaðaheimsókn formanns félagsins í Norðurál
17
Jan

Unnið að samkomulagi

Í gær var haldinn fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna launahækkana hjá starfsmönnum Norðuráls.

Gríðarlegur fjöldi starfsmanna hefur haft samband við formann Verkalýðsfélags Akraness í dag til að fá upplýsingar um gang viðræðnanna og er það ósköp eðlilegt að starfsmenn vilji fá að vita um ganginn á þessum viðræðum.

Það sem hægt er að segja núna um stöðuna er að samningsaðilar eru að reyna eftir fremsta megni að komast að niðurstöðu um hver hækkunin eigi að vera og hafa aðilar einnig verið að fara yfir þá samninga sem gerðir hafa verið nýverið í orkufrekum iðnaði

Enda á hækkun starfsmanna að taka að meðaltali þeim hækkunum sem um var samið í orkufrekum iðnaði.  En í kjarasamningi Norðuráls frá árinu 2005 er kveðið á um laun starfsmanna Norðuráls taki að meðaltali sömu breytingum fyrir árið 2009 og laun samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga og vinnuveitenda í sambærilegum orkufrekum iðnaði.

Það er verkefni samningsaðila að finna út og vera sammála um hver meðaltals hækkun í nýgerðum kjarasamningum í orkufrekum iðnaði var og er það sú vinna sem samningsaðilar vinna nú að.

Næsti fundur verður haldinn á miðvikudaginn nk. kl 10:00 og verður hann einnig í húsakynnum sáttsemjara.    

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image