• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Árangurslítill fundur hjá ríkissáttasemjara Starfsmenn Klafa
19
Jan

Árangurslítill fundur hjá ríkissáttasemjara

Fundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun vegna kjarasamnings starfsmanna Klafa, en þeir sjá um upp- og útskipanir á Grundartangasvæðinu. Kjarasamningur Klafa rann út 1. desember sl. og hafa samningsaðilar verið að reyna að ná niðurstöðu um alllanga hríð.

Það er skemmst frá því að segja að náðst hefur samkomulag varðandi nokkur atriði, t.d. um nýtt bónuskerfi en því miður er stóra málið um almenna launahækkun algerlega strand þessa stundina og ákvað ríkissáttasemjari því í morgun að slíta fundi en boðar samningsaðila jafnframt til fundar á morgun kl. 15:00 til að reyna að ná niðurstöðu.

Eins og staðan er núna lítur það alls ekki vel út, en krafa starfsmanna Klafa er sú að fá sömu launahækkun og um samdist hjá starfsmönnum Elkem Ísland sem starfa á sama svæði. Rétt er að minna enn og aftur á að starfsmenn Klafa voru eitt sinn starfsmenn Elkem Ísland, en fyrir örfáum árum síðan var ákveðið að stofna sér fyrirtæki í kringum þá sem störfuðu í flutningadeild fyrirtækisins.

Það er því alveg ljóst að félagið mun ekki geta sætt sig við það að stofnuð séu dótturfyrirtæki í kringum Elkem Ísland sem verði þess valdandi að starfsmenn þeirra sitji eftir í launum miðað við starfsmenn móðurfyrirtækisins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image