• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Jan

Ríkissáttasemjari leggur fram sáttatillögu vegna kjarasamnings Klafa

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hefur Verkalýðsfélag Akraness verið að vinna að lausn á kjarasamningi starfsmanna Klafa en þeir sjá um upp- og útskipanir á Grundartangasvæðinu ásamt því að þjónusta eigendur sína sem eru Elkem Ísland og Norðurál en hvort fyrirtæki um sig á 50% í Klafa.

Krafa félagsins hefur verið skýr, að starfsmenn Klafa fái sambærilegar launahækkanir og um samdist hjá Elkem Ísland í desember sl. en sú hækkun hljóðaði upp á 17-18% við undirskrift samningsins. Það hefur einnig komið fram hér á heimasíðunni að starfsmenn Klafa eru fyrrverandi starfsmenn Elkem Ísland og á þeirri forsendu er afar erfitt að veita einhvern afslátt af þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram. 

Ríkissáttasemjari hefur tekið þá ákvörðun að leggja fram innanhúss sáttatillögu á fundi á miðvikudaginn og hefur hann verið að ráðfæra sig við deiluaðila. Er það mat félagsins að full ástæða sé til að skoða þá tillögu sem sáttasemjari er að vinna að. Á fundinum á miðvikudaginn mun það koma í ljós hvort deiluaðilar munu ná saman eða ekki og vill formaður ekki hugsa þá hugsun til enda ef niðurstaða fæst ekki í þetta mál á miðvikudaginn kemur því þá er ljóst að deilan er komin í algert öngstræti.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image