• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Jan

Jákvæðar fréttir frá forstjóra HB Granda

Forstjóri HB-GrandaForstjóri HB-GrandaÍ dag er viðtal við forstjóra HB Granda á vef Skessuhorns þar sem kemur fram að landvinnslan hér á Akranesi geti hugsanlega aukist vegna 30 þúsund tonna aukningar á þorski sem sjávarútvegsráðherra tilkynnti ekki alls fyrir löngu.

Þetta eru afar jákvæð tíðindi ef niðurstaðan verður sú að fjölga þurfi starfsfólki í frystihúsi HB Granda hér á Akranesi, en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hefur fiskvinnslufólki fækkað umtalsvert á liðnum árum.

Þetta sagði Eggert Guðmundsson forstjóri HB Granda í viðtali við Skessuhorn:

Við höfum ekki verið að auka þorskinn til frystiskipanna og mér sýnist að aukningin í þorskinum muni fara í ísfiskiskipin. Sá fiskur færi þá til vinnslu á Akranesi. Það eru því líkur á því að vinnslan aukist eitthvað á Akranesi á árinu. Við bíðum átekta vegna óvissu á mörkuðum og erum fyrst og fremst að reyna að laga veiðar og vinnslu að stöðunni eins og hún er í dag,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda í samtali við Skessuhorn fyrr í vikunni.  Sem kunnugt er var starfsmönnum landsvinnslu HB Granda á Akranesi fækkað stórlega og til uppsagna kom í kjölfar skerðingar á þorskkvótanum úr 190.000 tonnum niður í 130.000 í byrjun næstsíðasta kvótaárs. Nú þegar þessi skerðing hefur gengið hálfa leið til baka virðast góðar líkur á að vinnslan aukist eitthvað að nýju, en Eggert segir ekki hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær það komi til, væntanlega ekki fyrir en líður á árið og heldur ekki tímabært að segja til um hversu mikið fjölga muni í vinnslunni að nýju.

„Það fer hreinlega eftir því hvernig markaðirnir fyrir þorskinn þróast á næstunni, hversu mikið verkafólk á Skaganum kemur til með að njóta aukningar þorskkvótans,“ segir Eggert. Frá miðju síðasta sumri hafa rúmlega 20 manns unnið við landvinnslu HB Granda á Akranesi og um fimm manns sem áður unnu þar sótt vinnu í fiskiðjuverinu í Reykjavík.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image