• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Jan

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar vegna kjaradeilu Klafa og Samtaka atvinnulífsins

Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá ákváðu starfsmenn Klafa að boða til verkfalls vegna þeirrar ákvörðunar eigenda Klafa og Samtaka atvinnulífsins að hafna innanhússsáttatillögu ríkissáttasemjara. Það var mat formanns Verkalýðsfélags Akraness og starfsmanna að viðræðurnar væru algjörlega komnar í hnút.

Rétt í þessu hafði ríkissáttasemjari samband við formann Verkalýðsfélags Akraness og tilkynnti honum að boðað væri til fundar á mánudaginn nk. kl. 14:00 til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Það er einlægur vilji Verkalýðsfélags Akraness og starfsmanna að hægt verði að leysa þessa deilu til að afstýra þeirri vinnustöðvun sem nú er í uppsiglingu.

Það er hlutverk ríkissáttasemjara að reyna að koma í veg fyrir vinnustöðvanir og verður fundurinn á mánudaginn að skera úr um hvort það tekst eða ekki. 

Fjallað var um málið í hádegisfréttum RUV. Hægt er að hlusta á fréttina hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image