• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Dec

Kjaradeilu starfsmanna Elkem Ísland og Klafa vísað til ríkissáttasemjara

Á miðvikudaginn í síðustu viku var kjaradeilu Verkalýðsfélags Akraness við Elkem Ísland vísað til ríkissáttasemjara.  Viðræður við Samtök atvinnulífsins sem fara með samningsumboðið fyrir Elkem hafa staðið yfir meira og minna allan nóvember mánuð án árangurs.

Á þeirri forsendu var ekkert annað í stöðunni en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundurinn hjá sáttasemjara var á föstudaginn sl. og kom lítið sem ekkert út úr þeim fundi.  Sáttasemjari hefur boðað til fundar í dag kl 15 og er vonast til að línurnar skýrist mun betur eftir þann fund.

Kröfur félagsins og starfsmanna eru þær að launataxtar starfsmanna taki sömu krónutöluhækkunum og um var samið á hinum almenna vinnumarkaði 17. febrúar sl.  Því miður hafa Samtök atvinnulífsins alfarið hafnað slíkum samningi og veldur sú afstaða Verkalýðsfélagi Akraness umtalsverðum vonbrigðum.

Verkalýðsfélag Akraness og starfsmenn Elkem Ísland munu standa grjótharðir á þessari sanngjörnu launakröfu einfaldlega vegna þess að útflutningsfyrirtæki eins og t.d. Elkem og Norðurál hafa fulla burði til að semja með sambærilegum hætti og gert var á hinum almenna vinnumarkaði í vor.  Sem dæmi þá má nefna að afurðaverð á kísiljárni hefur hækkað gríðarlega á síðustu tveimur árum og nemur sú hækkun 116% fyrir utan gengisbreytingar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image