• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Dec

Nýr kjarasamningur vegna Elkem Ísland gefur 22% á tveggja ára samningstímabili

Nú í morgun gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna stóriðjunnar Elkem Ísland á Grundartanga. Fyrri kjarasamningur rann út 1. desember sl. og mun nýi kjarasamningurinn gilda frá þeim tíma til 31. desember 2010.

Samningurinn á að geta gefið byrjanda sem starfar sem ofngæslumaður tæpa 45.000 króna hækkun á mánuði við undirskrift en sú hækkun nemur um 17,3%. Starfsmaður sem starfað hefur sem ofngæslumaður í 10 ár mun fá um 56.500 króna hækkun á mánuði við undirskrift eða sem nemur 18,7%. Í þessum nýja samningi er tekið upp nýtt bónuskerfi sem mun geta gefið allt að 10% en nýja bónuskerfið verður fest að lágmarki í 7% fyrstu 4 mánuðina.

Þann 1. janúar 2010 kemur næsta hækkun og þá hefur byrjandi hækkað um samtals 53.000 frá undirritun samningsins sem gerir 20,4% hækkun. Starfsmaður með 10 ára starfsaldur verður þá með 65.000 krónur hærri laun á mánuði en hann er með fyrir undirritun samningins. Nemur sú hækkun tæplega 22%.

Trúnaðartengiliður starfsmanna voru með hjá ríkissáttasemjara þegar samningurinn var undirritaður og voru þeir almennt ánægðir með þann árangur sem náðist með þessum samningi þótt vissulega vilji menn alltaf ná öllu sínu fram.

Samningurinn verður kynntur fyrir starfsmönnum á föstudaginn kemur og verður kosið um samninginn að aflokinni kynningu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image