• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Dec

Kynningarfundur um kjarasamning Elkem Ísland verður haldinn á morgun

Formaður Verkalýðsfélags Akraness mun á morgun kynna fyrir starfsmönnum Elkem Ísland nýgerðan kjarasamning sem undirritaður var í gær. Kynningarfundurinn hefst kl. 14:10 og hvetur félagið alla starfsmenn til að mæta á kynningarfundinn.

Það er mat félagsins að hér hafi verið gerður mjög góður samningur sem félagið mun eindregið mæla með að verði samþykktur enda eru t.d. ofngæslumenn, eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni, að hækka við undirritun frá 45.000 kr. á mánuði upp í allt að 57.000 kr eða sem nemur 17,7% til 18,9%. 

Starfsmönnum gefst kostur á að kjósa um samninginn að afloknum kynningarfundi og einnig verður hægt að kjósa á mánudaginn 8. desember. Tíminn sem gefst til að kjósa um samninginn er stuttur því verði hann samþykktur þá koma þessar hækkanir til greiðslu í næstu útborgun sem er 15. desember. Í því árferði sem nú er veitir hinum almenna launamanni ekki af því að fá launahækkanir sem fyrst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image