• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Dec

Kjarasamningur vegna starfsmanna Akraneskaupstaðar undirritaður í dag

Verkalýðsfélag Akraness skrifaði rétt í þessu undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Verkalýðsfélag Akraness:

    

Aðalatriði samningsins VLFA og LN:

  • Gildistími samningsins er 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009 með fyrirvara, sbr. yfirlýsingu sem fylgir samningnum.
  • Ný launatafla tekur gildi frá.1. desember 2008.
  • Launataxtar hækka um kr. 20.300.-
  • Ný launatafla hækkar sem nemur launaviðbótum á lfl. 117-127 skv. ákvörðun Launanefndar frá 28. janúar 2006 sem voru kr. 2000, kr. 3000, kr. 4000, kr. 4500, kr. 6000.
  • Innfærsla á launaviðbótum í taxta hefur áhrif á vaktaálagsgreiðslur og yfirvinnu starfsmanna sem taka laun skv. launaflokkum 117-127.
  • Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu og ræstingu samkvæmt fermetragjaldi fá 16% hækkun.
  • Orlofsuppbót árið 2009 verður kr. 25.200.- 
  • Persónuuppbót í desember 2008 verður kr. 72.399.-
  • Réttur foreldra til fjarveru á launum vegna veikinda barna er aukinn úr 10 í 12 daga.
  • Nýtt framlag til endurhæfingar verður öflug stoð til að takast á við vaxandi örorku og styðja þá, sem lenda í skertri vinnugetu til áframhaldandi starfa á vinnumarkaði.
  • Endurskoða skal á samningstímanum innleiðingu og framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF og áframhaldandi þróun þess.
  • Einnig náðist að skerpa á grein varðandi greiðslu vegna ferðatíma þegar starfsmenn ferðast með og annast nemendur og eða skjólstæðinga á ferðalögum. Greiðsla þessi nemur 12 klst (8 dagvinnutímar og 4 yfirvinnutímar).  Í grein í samningi SGS er aðeins kveðið á um að starfsmenn á vistheimilum eigi rétt á slíkri greiðslu.

Félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness verður kynntur samningurinn á Skrúðgarðinum 17. desember nk. kl. 20:00.  Hægt verður að kjósa um samninginn eftir þá kynningu og einnig á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. desember.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image