• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Dec

Skagamenn æfir af reiði vegna hækkunar á strætófargjöldum

Það er óhætt að segja að það sjóði á þeim einstaklingum sem hafa verið að nýta sér þjónustu Skagastrætó en nú liggur fyrir að fargjaldið er að hækka úr 280 kr. í 840 kr. sem er 200% hækkun. Einnig er verið að fækka stoppistöðvum samkvæmt þeim upplýsingum sem félagið hefur aflað sér.

Fjölmargir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness nýta sér strætó þannig að ljóst er að hér er um mikla hagsmuni að ræða fyrir okkar félagsmenn sem og alla Akurnesinga. Bæjaryfirvöld á Akranesi þurfa svo sannarlega að útskýra fyrir Akurnesingum á hvaða forsendu þessi hækkun er byggð því það er ljóst að sá hópur sem hefur verið að nýta sér þessa þjónustu mun ekki sætta sig við þessa hækkun.

Samkvæmt upplýsingum sem formaður hefur þá ætla þeir sem hafa verið að nýta sér þessa þjónustu að hittast á Skrúðgarðinum á morgun kl. 15:00 og fara yfir málið. Einnig verður óskað eftir því að bæjarfulltrúar mæti til að skýra þessa ótrúlegu hækkun því með henni er verið að kippa grundvellinum undan fólki sem stundar nám og atvinnu á höfuðborgarsvæðinu.

Á þeirri forsendu krefst stjórn Verkalýðsfélags Akraness þess að þessi hækkun verði endurskoðuð og dregin til baka að stórum hluta.

Hér má lesa skrif Guðríðar Haraldsdóttur um málið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image