• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Dec

Þolinmæði alþýðu þessa lands er að þrotum komin

Hvað eiga þessi lög sem Alþingi afgreiddi í gær að þýða? Hækkun gjalda á áfengi, tóbaki og bifreiðum auk kílómetragjalds og vörugjalds af ökutækjum og eldsneyti mun þýða umtalsverða hækkun á verðbólgu.

Hækkun þessara gjalda mun leiða til þess að neysluvísitalan mun hækka um 0,4-0,5%. Þetta koma m.a. fram hjá sérfræðingum Hagstofu Íslands í hádegisfréttum RUV.

Afleiðing þessa er að verðtryggt lán upp á eina milljón króna mun hækka um 5 þús.kr. og 20 milljón króna verðtryggt húsnæðislán því hækka um 100 þúsund krónur. Samtals munu verðtryggð lán heimilanna, sem eru 1.400 milljarðar króna, hækka um 6-7 milljarða króna bara vegna þessarar ákvörðunar og þá eru ótaldar aðrar gjaldskrárhækkanir eins og afnotagjöld RÚV o.fl.

Áttar ríkisstjórn Íslands sig ekki á því að það er ekki hægt að leggja meiri byrðar á skuldsett heimili landsins. Formaður Verkalýðsfélags Akraness spyr: varla eru þessar hækkanir hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til bjargar heimilum landsins.  Svo er bara bíða og sjá hvaða álögur sveitarfélögin munu leggja á almenning, en það liggur fyrir að mörg þeirra eiga í umtalsverðum rekstrarvandræðum vegna þess ástands sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi.

Það er alveg ljóst að þolinmæði alþýðu þessa lands er að þrotum komin.  Það er ótrúlegt að engin hafi verið látinn sæta ábyrgð á þessu grafalvarlega ástandi sem ríkir í íslensku samfélagi og það á sama tíma og fólk verður fyrir skerðingu á sínum launum, atvinnumissi og verðlag á vöru og þjónustu stórhækkar og allur þessi vandi sem blasir við íslenskri þjóð er vegna græðgisvæðingar nokkurra fjárglæframanna. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image