• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Dec

Fundað um hækkanir á strætófargjöldum

Fundur var haldinn á laugardaginn var í Skrúðgarðinum vegna þeirrar ákvörðunar að hækka strætófargjöld á milli Akraness og Reykjavíkur. En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá eru stakar ferðir að hækka úr 280 kr. í 840 kr. eða sem nemur 200% hækkun. Eðlilega gætir mikillar gremju á meðal þeirra aðila sem nýta sér þessa þjónustu hjá Strætó bs. og á þeirri forsendu var boðað til þessa fundar.

Á fundinum var óskað eftir skýringum frá bæjaryfirvöldum. Frá bæjaryfirvöldum mætti  Gísli S. Einarsson bæjarstjóri og Karen Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Einnig voru á fundinum tveir fulltrúar frá minnihlutanum, þau Guðmundur Páll Jónsson og Hrönn Ríkharðsdóttir.

Fram kom í máli Gísla og Karenar að þetta væri einhliða ákvörðun Strætó bs. og því miður hefði ekki tekist að hnekkja þeirri ákvörðun. Einnig kom fram í máli þeirra að Akraneskaupstaður hafi greitt þessa þjónustu niður um 30 milljónir á síðasta ári og áætlað væri að svo yrði áfram.

Það fór ekki á milli mála að þungt hljóð var í fólki vegna þessarar ákvörðun og kom fram í máli einstakra fundarmanna að það væri alveg spurning hvort þeir myndu áfram nýta sér þjónustu Strætó sökum þessara hækkana.

Formaður félagsins lagði til að bæjaryfirvöld myndu funda með eigendum Strætó bs. sem eru sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til að reyna að fá þessari ákvörðun stjórnar Strætó bs. breytt því það er alveg ljóst að hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þá einstaklinga sem stunda nám og vinnu á höfuðborgarsvæðinu.

Vera Knútsdóttir og Guðríður Haraldsdóttir hafa ritað bæjarstjórn bréf um þetta mál, og einnig stjórn Strætó bs. Hægt er að lesa þau bréf hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image