• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Dec

Uppbygging á Grundartanga

Ákjósanlegt iðnaðarsvæðiÁkjósanlegt iðnaðarsvæðiFréttabréf Verkalýðsfélags Akraness kom út í dag og er fréttabréfið borið út í öll hús og fyrirtæki á Akranesi og í nágrenni. 

Í fréttabréfinu er m.a. viðtal við Gísla Gíslason hafnastjóra Faxaflóahafna um væntanlega uppbyggingu fyrirtækja á Grundartanga.  Í viðtalinu segir Gísli að nokkrir aðilar hafi þegar ákveðið að hefja starfsemi á Grundartanga og vonast er til að a.m.k tveir þeirra hefjist handa við húsbyggingar á komandi ári.

Einnig kemur fram hjá Gísla að þó nokkur áhugi sé hjá fleiri aðilum sem eru með spennandi verkefni en ekki sjái fyrir endann á því hvort takist að klófesta þá aðila.  Gísli telur að Grundartangasvæðið sé ákjósanlegt fyrir ýmis konar iðnaðarstarfsemi. 

Formaður félagsins tekur undir það með hafnastjóranum að Grundartangasvæðið sé ákjósanlegt fyrir iðnaðarstarfsemi af ýmsum toga og telur hann að til lengri tíma litið séu atvinnuhorfur á félagssvæði VLFA nokkuð góðar sé tekið tillit til þess ástands sem nú ríkir í íslensku atvinnulífi.

Hægt er að lesa fréttabréfið með því að smella HÉR

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image