• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Elkem skoðar möguleika á sólarkísil verksmiðju á Grundartanga Yrði gríðarlega jákvætt fyrir atvinnulífið
22
Dec

Elkem skoðar möguleika á sólarkísil verksmiðju á Grundartanga

Á vef Skessuhorns birtist þessi frétt.  Í tengslum við að Elkem á Íslandi, sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, vinnur nú að því að endurnýja starfsleyfi sitt, eru einnig uppi áform um að reisa þar sólarkísilverksmiðju. Elkem hugar nú að staðsetningu fyrir slíka verksmiðju sem framleiddi sólarrafhöðlur, m.a. í tjald- og fellihýsi.

Hörð samkeppni er um þessa nýju verksmiðju Elkem enda gæti hún skapað 200-300 störf.  Einar Þorsteinsson, forstjóri ELKEM á Íslandi, sagði í fréttum RUV að Grundartangi sé vel til þess fallinn að hýsa nýju verksmiðjuna og að í nýja starfsleyfinu sé óskað eftir heimild fyrir henni. Einar segir um sé að ræða 10.000 tonna verksmiðja, en ákvörðun um staðsetningu hennar verði tekin á næsta ári.

Verði Grundartangi fyrir valinu gæti þessi nýja verksmiðja risið innan fárra ára. Einar bendir á að margir aðrir staðir í heiminum komi einnig til greina, svo sem í Asíu og Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þarna sé aðallega spurning um hagstæðustu orkumöguleikana.

Einar segir að Ísland standi vel að því leyti að hér sé Elkem með járnblendiverksmiðju, en kísilsólarframleiðslan er mjög tengd slíkri framleiðslu. Einar telur líklegt að samkeppnin verði hörðust við Kanada, sökum þess að þar starfræki Elkem járnblendiverksmiðju.

Það yrði gríðarlega jákvætt ef þessi framleiðsla yrði að veruleika og myndi slík verksmiðja styrkja stoðir okkar Akurnesinga í atvinnumálum enn frekar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image