• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Nov

Aðgerðahópur skipaður

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að setja á stofn samstarfshóp sem meti stöðu og leggi á ráðin um áhrif efnahagsmála. Þetta var gert í framhaldi af fundi sem haldinn var í bæjarþingsalnum á Akranesi tveimur dögum áður, þar sem fulltrúar úr atvinnu- og félagsmálum komu saman og fóru yfir stöðuna í efnahagsmálum og sýnilegar afleiðingar hennar.

Bæjarráð samþykkti að starfshópinn skipi eftirtaldir: Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gunnar Richardsson frá Vinnumálastofnun Vesturlands, Ólafur Þ. Hauksson sýslumaður á Akranesi og Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar.  Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs starfar með hópnum og kallar hann saman til fundar.

Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá var í það minnsta 63 starfsmönnum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sagt upp störfum um síðustu mánaðarmót hér á Akranesi.  Sumir þeirra starfsmanna eru með eins mánaðar uppsagnarfrest og aðrir tvo til þrjá mánuði.  Einnig hefur formaður fregnir af því að einstaka fyrirtæki hafi verið að lækka hjá sér starfshlutfall og skera niður yfirvinnu. 

Stjórn félagsins fagnar þessu framtaki bæjaryfirvalda enda telur félagið það mjög brýnt að skipaður verði starfshópur sem samnýtir krafta sína til að aðstoða þá einstaklinga sem verða fyrir því að missa vinnu sína í þeim efnahagsþrengingum sem nú ríður yfir íslenskt samfélag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image