• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Nov

Boðað verður til bæjarmálafundar síðar í mánuðinum

Um síðustu mánaðarmót var stofnað til samstarfshóps hér á Akranesi sem hefur það hlutverk að meta stöðu og leggja á ráðin um áhrif efnahagsmála. Starfshópinn skipa eftirtaldir: Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gunnar Richardsson frá Vinnumálastofnun Vesturlands, Ólafur Þ. Hauksson sýslumaður á Akranesi og Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar. Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs starfar með hópnum og kallar hann saman til fundar.

Samstarfshópurinn fundaði á sl. föstudag og þar var ákveðið að boða til bæjarmálafundar síðar í mánuðinum. Á þann fund munu mæta fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Vinnumálastofnun, Ráðgjafastofu heimilanna og félagsmálaráðuneytinu auk fulltrúa frá Alþýðusambandi Íslands.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image