• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Nov

Alþýða þessa lands á ekki að þurfa að greiða fyrir græðgisvæðingu útrásarvíkinga

Almennt verkafólk spyr sig: hvar eru þeir auðmenn og útrásarvíkingar sem skuldsett hafa íslensku þjóðina upp í rjáfur?

Íslensk alþýða spyr sig líka að því hví í ósköpunum eru eigur þeirra aðila sem stofnuðu t.d. Ice-Save reikninga bæði í Bretlandi og Hollandi ekki frystar á meðan rannsókn á hruni bankanna fer fram? Hvernig má það vera að búið sé að veðsetja íslenska þjóð vegna þessara reikninga og það algjörlega án vitundar almennings í þessu landi?

Hafa þeir aðilar sem bera ábyrgð á því að hafa skuldsett þjóðina með þessum hætti geð í sér til að horfa upp á orðspor heillar þjóðar verða að engu vegna þessara reikninga sem Landsbankinn stofnaði t.d. til á erlendri grundu?

Hvernig getur t.d. Björgólfur Guðmundsson, einn af aðaleigendum Landsbankans, réttlætt það að eiga ennþá knattspyrnufélag að nafni WestHam þegar óljóst er hvort það verði íslenskur almenningur sem verði að greiða fyrir þessi mistök hans í útrásinni.  Svo ekki sé nú talað um alla milljarðanna sem Bjarni Ármannsson hefur hagnast um á meðan hann gegndi stöðu bankastjóra Glitnis.

Almenningur í þessu landi krefst þess að allir þeir aðilar sem bera ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp í íslensku samfélagi beri ábyrgð. Á það bæði við þá sem áttu að hafa eftirlit með bankakerfinu, sem og þá sem stóðu fyrir útrásinni.

Íslenskur almenningur mun ekki sætta sig við að þeir auðmenn sem stóðu fyrir útrásinni komist frá þessum hildarleik með lungann af sínum auðævum á meðan að almenningi nánast blæðir út.

Því er krafan skýr: Komið þið með þá fjármuni sem þið eigið, til að taka þátt í því að greiða fyrir þau mistök sem þið að stærstum hluta eigið sök á.  Látið ekki saklausa alþýðu þessa lands eina greiða fyrir þá græðgisvæðingu sem þið stóðuð fyrir, græðgisvæðingu sem almennt verkafólk á enga sök á.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image