• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Nov

Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna

Forysta ASÍ ætlar að efna til fundarherferðar um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna.  Hvert skal stefna? Haldnir verða sjö fundir vítt og breitt um landið í samstarfi við aðildarfélögin. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins.

Formenn landssambanda og stærstu félaga ASÍ munu einnig sitja fyrir svörum. Auk ræðuhalda verður boðið upp á tónlistaratriði. Áhersla verður lögð á fyrirspurnir úr sal þar sem formenn landssambanda og forsetinn munu sitja fyrir svörum.

Fundurinn sem haldinn verður á Akranesi verður í Grundaskóla miðvikudaginn 19. nóvember og hefst fundurinn kl 20:00.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness mun á fundinum flytja ræðu, en gert er ráð fyrir því að forystumenn hvers aðildarfélags þar sem fundurinn er haldinn verði með ræðu.  Fundaherferðinni lýkur með  útifundi á Ingólfstorgi í Reykjavík 27. nóvember. 

Dagskrá fundaherferðar ASÍ

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image