• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Nov

Verkalýðsfélag Akraness tekur þátt í tilraunaverkefni Endurhæfingarsjóðs

Endurhæfingarsjóður er nýr sjóður sem stofnaður var með kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í febrúar sl. Markmið sjóðsins er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk lendi í varanlegri örorku með aukinni virkni þeirra og eflingu endurhæfingar.

Undirbúningur að faglegri vinnu og uppbyggingu sjóðsins hófst í ágúst. Þessa dagana er Endurhæfingarsjóður að fara af stað með tilraunaverkefni í samvinnu við sjúkrasjóði þriggja stéttarfélaga og er Verkalýðsfélag Akraness eitt þeirra. Markmið þessarar tilraunar er að undirbúa og þróa starf ráðgjafa hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga um allt land og meta þörf fyrir fræðslu og aðstoð.

Stefnt er að því að fyrstu ráðgjafar sjúkrasjóðanna taki formlega til starfa á landsvísu í byrjun árs 2009. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Endurhæfingarsjóðs.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image