• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Aug

Heimsóknin í Norðurál tókst mjög vel

Öryggisfulltrúi fyrirtækisins og formaður stóriðjudeildar VLFA fylgdu formanni Verkalýðsfélagsins um vinnusvæðið og útskýrðu það sem fyrir augum bar. Formaður félagsins átti margar góðar samræður  við starfsmenn og svaraði þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. 

 Formaður upplýsti þá starfsmenn sem hann hitti að hagfræðingur Alþýðusambandsins væri að vinna fyrir félagið, að því að gera launasamanburð milli þriggja verksmiðja þ.e Norðurál, Íslenska járnblendifélagið og Ísal. Niðurstöður úr þeirri vinnu hagfræðingsins ættu að liggja fyrir mjög fljótlega.  Í heimsókninni voru teknar 56 myndir af starfsmönnum og framkvæmdum vegna stækkunar  Norðuráls.  Hægt er að skoða myndirnar með því að smella á myndir og smella síðan á Norðurál.  Stjórn félagsins vill þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynna sér starf og starfsumhverfi verksmiðjunnar og þá góðu leiðsögn sem öryggisfulltrúi fyrirtækisins og formaður stóriðjudeildar sáu um 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image