• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Nov

Palestínsku flóttakonurnar fá fræðslu um íslenskan vinnumarkað

Að ósk Rauða Kross Íslands hélt formaður félagsins í dag kynningarfund með palestínsku flóttakonunum. Á fundinum kynnti hann fyrir þeim starfsemi félagsins og réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Einnig hvernig vinnumarkaðurinn er uppbyggður hér á landi.

Amal Tamimi, félagsfræðingur og fræðslufulltrúi Alþjóðahúss sá um að túlka það sem formaður hafði fram að færa og voru konurnar afar forvitnar um íslenskan vinnumarkað og þau réttindi og skyldur sem hér ríkja enda komu fjölmargar spurningar frá þeim. Þær hafa fullan hug á því að læra íslenskuna eins fljótt og kostur er og eru þær t.a.m. á íslenskunámskeiðum þessa dagana. Þær hafa einnig hug á því að komast eins fljótt út á íslenskan vinnumarkað og kostur er.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image