• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Nov

Formaður í viðtali á Morgunvakt Rásar 1

Í morgun var rætt við formann félagsins á Morgunvakt Rásar 1. Þar var farið yfir það ástand sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði. Einnig var verðtryggingin til umræðu svo og atvinnuástandið á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness.

Fram kom í máli formanns að hann telur afar brýnt að verðtryggingin verði tekin úr sambandi, eða fryst í kringum 3-4% á meðan mesta verðbólguskotið ríður yfir. Flestum hagfræðingum ber saman um að slíkt verðbólguskot muni dynja á landsmönnum á næstu mánuðum og getur farið allt upp í 20-30%.

Einnig kom fram í máli formanns að það sé ekki hægt að leggja meiri byrðar á almenning í þessu landi sem nú þegar hefur þurft að þola gríðarlegan skell svo sem atvinnumissi, skerðingu á starfshlutfalli, lækkun launa og hækkun á matvöruverði um 30-50%.

Hægt er að hlusta á viðtalið við formann með því að smella hér. Einnig var vitnað í viðtalið í hádegisfréttum RUV, hægt er að hlusta með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image