• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Sep

Miklar væntingar

Rétt í þessu var að ljúka fundi með trúnaðartengiliðum Elkem Íslands og Klafa en tilefni fundarins var að fara yfir komandi kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins vegna kjarasamnings áðurnefndra aðila.

Það er algjörlega ljóst að gríðarlegar væntingar eru hjá starfsmönnum þessara fyrirtækja til komandi kjarasamnings og krafan verður hvellskýr, það er umtalsverð hækkun á launatöxtum auk lagfæringa á bónuskerfi sem ekki hefur verið að skila því sem vænst var af því í síðasta samningi.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness telur grundvöll fyrir því að sækja umtalsverða hækkun á þau fyrirtæki sem starfa í stóriðjugreinum, þ.e. Elkem Ísland, Norðurál og Klafa, en tvö fyrrnefndu fyrirtækin selja allar sínar afurðir í erlendri mynt þannig að sú gengisfelling sem verið hefur á undanförnum misserum hefur komið sér vel fyrir þessi fyrirtæki. Þessu til viðbótar liggur fyrir að verð á  kísiljárni og áli hefur hefur tekið miklum hækkunum að undanförnu.

Starfsmenn vilja fara að hefja viðræður vegna komandi samnings sem allra fyrst en samningurinn rennur út 30. nóvember nk. og vilja menn að búið verði að ganga frá nýjum samningi þegar sá eldri rennur út. Því þarf að nýta tímann vel til 30. nóvember ef það á að takast.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image