• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Jul

Formaður VLFA tekur undir áhyggjur félagsmálaráðherra

Formaður Verkalýðsfélags Akraness tekur heils hugar undir áhyggjur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra en hún óttast að staða skuldara versni á næstu mánuðum og vanskilin aukist vegna efnahagsástandsins.  Það er afar ánægjulegt að heyra að félagsmálaráðherra skuli skora á bankana að sýna fólki í fjárhagserfiðleikum skilning og koma til móts við það með greiðsluaðlögun.

Það er algerlega ljóst að þegar líður á haustið þá mun atvinnuleysi aukast til muna vegna þess efnahagsástands sem nú ríkir hér á landi.  Á þeirri forsendu er mjög mikilvægt eins og félagsmálaráðherra segir að bankarnir sýni fólki skilning í þeim greiðsluerfiðleikum sem samdráttur í atvinnulífinu leiðir af sér.

Það er einnig afar ánægjulegt að viðskiptaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um greiðsluaðlögun fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Greiðsluaðlögun gefur fólki möguleika á að vinna sig út úr fjárhagserfiðleikum án þess að missa eigur sínar og húsnæði í gjaldþroti. Gert er ráð fyrir að frumvarpið fækki gjaldþrotum einstaklinga um fimmtíu til sjötíu prósent. 

Félagsmálaráðherra vonast eftir breytingum í haust. Hún hvetur bankana til þess að fara að skoða hjá sér svokallaða frjálsa greiðsluaðlögun. Jóhanna segir í viðtali við vísir.is að bankarnir verði að vera liðlegir þegar kemur að því að fólk lendi í miklum vandræðum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image