• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Jul

Hækkun á álverði ætti að liðka til við komandi kjarasamningagerð

Álver Norðuráls á GrundartangaÁlver Norðuráls á GrundartangaEins og fram hefur komið í fréttum þá er álverð í sögulegu hámarki um þessar mundir. Í dag er tonnið af áli á 3200 dollara og hefur vart verið hærra áður.

Það er ljóst að þetta háa álverð mun auðvelda kjarasamningsgerð við álfyrirtækin en álverð hefur hækkað um rúm 80% frá því að gengið var frá síðasta kjarasamningi við Norðurál árið 2005. Hins vegar hafa laun hjá Norðuráli hækkað á sama tímabili um 43,9%.

Það er mat formanns félagsins að þetta jákvæða umhverfi í áliðnaðinum verði skýlaust notað við gerð næsta samnings enda eigum við Íslendingar að gera þá kröfu að þau stóriðjufyrirtæki sem fá hér ódýra raforku, land og þann mannauð sem við búum yfir, greiði sem hæstu launin.

Það er mat formanns Verkalýðsfélags Akraness að þegar verið er að ákveða hvaða stóriðjufyrirtæki fái orku hér á landi þá að vega og meta hvaða fyrirtæki eru tilbúin að greiða hvað hæstu launin og það fyrirtæki sem greiðir hæstu launin á að fá forgang að raforku hér á landi.

Það liggur fyrir að launamunur er á milli álfyrirtækjanna Alcan og Norðuráls og mun það vera skýlaus krafa í næstu samningum að þeim launamuni verði eytt.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image